Tinna Ósk Grímarsdóttir

19. maí 1987 – 11. febrúar 2023

TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Þau voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí. Markmið félagsins er að halda minningu Tinnu á lofti og hafa hennar gildi að leiðarljósi. Haldnir verða skemmtilegir viðburðir í hennar anda þar sem safnað verður fyrir góðgerðamálum sem voru Tinnu kær. Félagið mun einnig halda áfram að styrkja samfélag Tinnu, Akranes, með ýmsum leiðum og dreifa gleði, jákvæðni og náungakærleik.

Minning þín lifir

Kt: 430523-0900