Það styttist óðfluga í Reykjavíkurmaraþonið og erum við í TeamTinna að verða ansi mikið spennt! Allir löngu byrjaðir að finna til allt það bleika og velja bestu hlaupaskóna.
TeamTinna ætlar að telja niður í stóra daginn með myndum og minningum úr hlaupinu frá því í fyrra.
Í dag eru það froðudiskó-myndir, gjörriði svo vel 😉
Auðvitað er ennþá hægt að heita á TeamTinna eða valda hlaupara hér:
Ekki gleyma að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum TeamTinna svo þið fáið allar fréttir og gleðina beint í æð! Og eeeendilega taggið/deilið myndum og efni tengt TeamTinna í Reykjavíkurmaraþoninu á þessa miðla 😀