Félagið heitir TeamTinna
Tilgangur félagsins TeamTinna er að leitast við að starfa eftir hugmyndafræði Tinnu Óskar Grímarsdóttur og heiðra minningu hennar. Dreifa boðskap Tinnu um jákvæðni, bjartsýni, gleði og náungakærleika. Gefa af sér til samfélagsins og safna fyrir málefni sem voru Tinnu kær.
Tilgangi sínum hyggst TeamTinna halda fjölbreytta viðburði í anda Tinnu Óskar Grímarsdóttur og styrkja góð málefni auk þess að vera sýnilegt gleði-afl.
Félagsaðild. Engar takmarkanir eru á þátttöku einstaklinga í félagið TeamTinna. Í félaginu er kærleikur, jákvæðni og gleði höfð að leiðarljósi.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst fjögurra vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórn að minnsta kosti tveimur vikum fyrir aðalfund. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Stjórn félagsins skal skipuð 3-9 félagsmönnum, formanni, gjaldkera og 2 – 7 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
Stjórn félagsins TeamTinna er eftirfarandi:
Formaður: Andrea Ýr Jónsdóttir, kt: 090887-3009
Gjaldkeri: Axel Freyr Gíslason, kt: 170985-2739
Meðstjórnendur:
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega og verða 3.000kr. Félagið TeamTinna mun einnig fjármagna starfsemi sína með sölu á varningi, aðgöngumiðum á viðburði ásamt söfnunum og frjálsum framlögum.
Félagsmenn njóta ekki fjárhagslegs ávinnings af starfsemi félagsins. Hagnaður félagsins rennur alfarið til góðgerðarmála, bæði til félaga eða einstaklinga sem safnað er sérstaklega fyrir.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi.
Dagsetning: 10. apríl 2023