Nú þegar hlaupið er ekki á morgun HELDUR HINN fer aldeilis allt á suðupunkt í spenningi!!!
Axel, okkar besti, er búinn að hanna og græja TeamTinna boli fyrir hlaupið!
Bolirnir eru til í ÖLLUM stærðum, barna og fullorðinna, og nú er bara málið að fara að panta sér!
Bolirnir eru svartir og úr mjúku íþróttaefni (svo við getum nú hlaupið eins og vitleysingar!) og merktir bak og fyrir fyrir TeamTinna. Á hverjum bol er svo sérstök setning sem tengist Tinnu okkar.
Hér getið þið séð hvernig bolirnir líta út:
Allir sem taka þátt í hlaupinu á laugardaginn fá frían bol en einnig getur hver sem er keypt sér bol á 2.000kr og rennur ágóði sölunar óskiptur til TeamTinna.
ÞÚ getur pantar bol (eða boli) með því að ýta hér fyrir neðan: