Á morgun, fimmtudaginn 26. október mun Kraftur halda sína árlegu Kröftugu kvennastund. Þar safnast konur saman og hlusta á reynslusögur kvenna sem hafa barist við krabbamein eða verið aðstandandi í baráttunni.
Á þessari kvennastund í fyrra hélt Tinna okkar magnaða ræðu um veikindi sín af einlægni og auðmýkt þar sem húmorinn hennar, jákvæðni og gleði skein í gegn. Hún fyllti okkur öll af svo miklu stolti og var þessi kvöldstund hreinlega ógleymanleg!
Núna í ár ætla nokkrir meðlimir TeamTinna að mæta á þessa Kröftugu kvennastund Krafts fyrir Tinnu, bleik, glöð og glæsileg!
Ýtið hér til að skoða viðburðinn á facebook
Hér fyrir neðan getið þið flett í gegnum nokkrar myndir frá þessari kröftugu kvennastund í fyrra.