Tag: Félag
-
Helga Sjöfn & Guðjón Valur hlaupa 10km fyrir TeamTinna!
Stöðugt bætast fleiri hlauparar og í dag kynnum við Helgu Sjöfn, stjórnarkonur TeamTinna, og son hennar Guðjón Val 💕 Þau ætla að hlaupa 10km í Reykjarvíkurmaraþoninu næsta laugardag fyrir TeamTinna!!
-
Fjölmörg taka þátt í skemmtiskokkinu fyrir TeamTinna 🙂
Eins og fyrri ár er skemmtiskokkið aðal partýstaðurinn fyrir TeamTinna en þar getum við misst okkur í bleik-heitum og stuði 😁😁😁 Það eru fjölmargir snillingar sem hafa þegar skráð sig í stuðið í skemmtiskokkinu í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag
-
Guðbjörg hleypur 10k fyrir TeamTinna
TeamTinna hlaupararnir eru sko margir og í dag kynnum við Guðbjörgu Jakopsdóttur en hún ætlar að hlaupa heila 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst 😀 Hægt er að heita á Guðbjörgu hér: Og kíkja á alla hlaupara TeamTinna hér: Takk kærlega fyrir stuðningin Guðbjörg 🩷🩷🩷
-
Hildur hleypur heilt maraþon fyrir TeamTinna!!
Stuðboltinn hún Hildur Aðalbjörg Ingadóttir ætlar að hlaupa HEILT MARAÞON fyrir TeamTinna í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst næstkomandi! 😮 Þvílíkur kraftur og dugnaður! 💪 Hildur er yndisleg manneskja, brosir breitt, er áberandi lífsglöð, hress og innilega hjartahlý. Hún hefur tilheyrt TeamTinna fjölskyldunni frá upphafi og erum við innilega þakklát henni og gífulega stolt af því að…
-
TeamTinna styrkti Mia Magic
Mia Magic er einstakt góðgerðarfélag sem styður við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Upphafið af Miu Magic var bókin Mía fær lyfjabrunn þar sem lesandi fylgist með Míu fá lyfjabrunn, hvernig það er gert og hvernig hann virkar. Bókin hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og hefur nú þegar verið þýdd á 3 tungumál.…
-
TeamTinna styrkti Ljósið
Andrea og Hjördís kíktu í heimsókn í Ljósið, þar sem Heiða tók vel á móti þeim og leyfði þeim skyggnast inn í það magnaða starf og þjónustu sem Ljósið býður upp á. Það er einstaklega hlýlegt og gott andrúmsloft hjá þeim á Langholtsvegi og er áberandi að mikill metnaður er lagður í allt það sem…
-
Bleikur PopUp tími Hreyfistjórnar
Yndislegu dömurnar í Hreyfistjórn bjóða upp á geggjaðan PopUp tíma á morgun, laugardaginn 14. október 2023, til heiðurs Tinnu okkar ♥ Þar bjóða þær upp á heitt hreyfiflæði í bland við keyrslulotur sem gerir öllum gott ♥ En þar sem það er bleikur október og bleikur er klárlega liturinn hennar Tinnu þá hvetja þær alla…
-
Bara 5 dagar!
Við teljum áfram niður að Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og í dag minnumst við undirbúningsins en það var ýmislegt sem þurfti að huga að fyrir stóra daginn. Tinna & Axel redduðu glæsilegum bolum á mannskapinn og fengu allir að velja sér frasa á sinn bol. Það mátti sjá frasa eins og: ,,Lífið er yndislegt“ ,,Gleði, gleði,…
-
VIKA í maraþonið!
Vó bara 7 dagar! Íííík hvað við erum orðin spennt! Og vá hvað þetta verður gaman hjá okkur! Við höldum áfram að telja niður með minningum frá hlaupinu í fyrra og í dag er alveg einstaklega dýrmætt myndband sem fangaði ekki bara gleðina heldur sem meira skiptir, fallega brosið hennar Tinnu okkar <3 Munum að…
-
TeamTinna í Reykjavíkur- maraþon 2023
Nú hefur TeamTinna verið formlega skráð sem góðgerðafélag í Reykjarvíkurmaraþoninu 2023! Það er opið fyrir skráningu í hlaupið og er núna hægt að velja að hlaupa fyrir TeamTinna.