Martha og Heiðrún fóru fyrir hönd TeamTinna á vorhátíð Arnarins sem haldin var í dag í Vídalínskirkju í Garðabæ. TeamTinna vildi styðja við þeirra frábæra starf og var einstaklega gaman að fá að mæta á vorhátíðina þeirra, syngja með þeim og kynnast þeim betur.
Örninn styður við börn og unglinga sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum. Þau bjóða meðal annars upp á sumarbúðir þar sem börnin fá öruggt rými til að segja frá sinni reynslu, kynnast öðrum í sömu sporum, læra hvernig á að vinna með sorg á heilbrigðan hátt og heiðra minningu ástvina sinna.
Og þar sem börnin greiða ekkert fyrir að mæta í þessar sumarbúðir þarf Örninn að reiða sig á styrki. Ef þig langar að styrkja Örninn getur þú ýtt á hnappinn hér fyrir neðan en þar er að finna allar upplýsingar. Það er líka hægt að styrkja þau með allskonar hlutum sem þau geta nýtt í starfsemi sína eins og perlur, pappír og litir, mat ofl. en listi yfir þessa hluti er einnig að finna á tenglinum 🙂
P.S. TeamTinna hlakkar svo til þess að hlaupa með Erninum í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst 😀