Bara 5 dagar!

Við teljum áfram niður að Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og í dag minnumst við undirbúningsins en það var ýmislegt sem þurfti að huga að fyrir stóra daginn.

Tinna & Axel redduðu glæsilegum bolum á mannskapinn og fengu allir að velja sér frasa á sinn bol. Það mátti sjá frasa eins og:

,,Lífið er yndislegt“

,,Gleði, gleði, gleði!!!“

,,Við elskum Tinnu“

,,Aldrei hætta að dreyma“

Svo var auðvitað mikilvægt að vera vel sýnileg og þar sem liturinn sem lýsir Tinnu okkar best er BLEIKUR þá kom ekki annað til greina en að við yrðum öll vel BLEIK. Keypt var mikið af allskonar bleikum varningi og fórum við sko ekki framhjá neinum! 😀

Það var svo ofboðslega mikilvægt að máta allt vel og vandlega fyrir stóra daginn 😀

Kíkið endilega inn á hlaupastyrkssíðuna okkar og leggið okkur lið með því að heita á hlauparana okkar 🙂

Ekki gleyma að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum og taggið okkur endilega í myndum af hlaupinu sjálfu en líka af undirbúningnum 😉

Aðrar fréttir

Kt: 430523-0900