Stofnun TeamTinna og opnun heimasíðu

Stofnun TeamTinna og opnun heimasíðu

Hópur fólks kom saman þegar þeim fannst Tinna þurfa smá gleðiboost í veikindum hennar og það var ótrúlegt að sjá hversu margir hikuðu ekki við að taka þátt. Enda ekki skrítið því hún Tinna var svo ótrúleg sjálf, svo umhyggjusöm, hlý og gaf svo mikið af sér til samfélagsins og bara allra. Við fundum öll strax að krafturinn og orkan sem myndaðist þarna varð að halda áfram og nýta til góðs.

Haldnir voru fundir til að skipuleggja framhaldið en fljótt kom í ljós að Tinna var drifkrafturinn sem ýtti öllum hugmyndum í framkvæmd. Hópurinn fékk nafnið TeamTinna og saman (undir stjórn Tinnu) héldum við skemmtilegasta bingó veraldar, sing-a-long tónleika og tókum þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu 2022 þar sem við fórum ekki framhjá neinum! Gleðin, baráttuhugurinn og þessi magnaða orka fylgdi hvert sem við fórum. Og í leiðinni náðum við að safna stórum fjárhhæðum til góðgerðamála sem voru Tinnu kær.

Þegar við vissum í hvað stemdi með elsku Tinnu, kom ekki annað til greina en að við mundum halda TeamTinna áfram fyrir hana.

Ákveðið var að stofna formlega félagasamtökin TeamTinna og gera þetta að alvöru. Núna er því félagið orðið að veruleika þar sem við munum halda minningu hennar Tinnu lifandi með því að dreifa áfram þessari gleði og kærleika og styrkja í leiðinni góðgerðamál sem Tinna hafði valið.

Orkan heldur áfram, orkan er Tinna og hún lifir í okkur öllum sem dýrkuðu hana og dáðu. Hún drífur okkur áfram. Hún fylgir okkur hvert fótmál.

Í dag, 19. maí, á Tinna okkar afmæli og til að fanga því vildum við að heimasíða félagsins TeamTinna.is yrði formlega opnuð. Hér verða fréttir um viðburði, safnanir og auðvitað er það hér sem hægt er að skrá sig í félagið. Hér munum við gera okkar besta að gera samfélagið okkar betra, eitt bros eða eitt knús í einu. 

Gleðilegan Tinnu-dag.

Aðrar fréttir

Kt: 430523-0900