Styrkur til Krafts

TeamTinna hefur formlega skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þriðja árið í röð! Og við ætlum að vera stærri, fleiri, glaðari, bleikari og með MIKLU meira glimmer!

Við erum byrjuð að telja niður og ætlum að veita styrki í hverjum mánuði fram að hlaupinu í ágúst. Fyrsti formlegi styrkur TeamTinna var veittur á Perlað af Krafti á Akranesi 11. febrúar síðastliðinn. Við í stjórn TeamTinna þurftum nú ekki að hugsa lengi um hver ætti að fá fyrsta styrkinn… Auðvitað varð Kraftur fyrir valinu! Enda á það félag sérstakan stað í hjarta okkar því það reyndist Tinnu okkar vel og er að sinna svo frábæru starfi.

Andrea Ýr, formaður TeamTinna afhenti Huldu, framkvæmdastjóra Krafts, fyrsta styrk TeamTinna 11. febrúar 2024 á Perlað af Krafti á Akranesi.

Aðrar fréttir

Kt: 430523-0900