TeamTinna styrkti Örninn

Martha og Heiðrún fóru fyrir hönd TeamTinna á vorhátíð Arnarins sem haldin var í dag í Vídalínskirkju í Garðabæ. TeamTinna vildi styðja við þeirra frábæra starf og var einstaklega gaman að fá að mæta á vorhátíðina þeirra, syngja með þeim og kynnast þeim betur.

Örninn styður við börn og unglinga sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum. Þau bjóða meðal annars upp á sumarbúðir þar sem börnin fá öruggt rými til að segja frá sinni reynslu, kynnast öðrum í sömu sporum, læra hvernig á að vinna með sorg á heilbrigðan hátt og heiðra minningu ástvina sinna.

Aðrar fréttir

Kt: 430523-0900