TeamTinna styrkti þrjá einstaklinga í mars

TeamTinna heldur áfram að telja niður í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í águst með því að veita styrki til félagasamtaka eða einstaklinga í hverjum mánuði að hlaupinu.

Búið er að opna hlaupastyrk.is og er núna hægt að velja að hlaupa fyrir TeamTinna eða styrkt hlaupara okkar sem fara að hrannast inn á næstu dögum/vikum.

Í mars valdi stjórn TeamTinna að styrkja þrjá einstaklinga á Akranesi sem eiga það sameiginlegt að vera að berjast við krabbamein. Krabbamein og allt sem þvi fylgir kostar peninga og fjarvista frá vinnu með tilheyrandi tekjumissi. TeamTinna vill reyna að gleðja þessa einstaklinga og vonandi geta styrkirnir létt aðeins undir með þeim, gefið þeim tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt eða bara njóta með þeirra nánustu.

Verum góð við hvort annað og hjálpum hvort öðru, þá verður allt svo miklu betra og skemmtilegra ♡♡♡

Aðrar fréttir

Kt: 430523-0900